top of page
  • Instagram
  • Black Facebook Icon

MotoSport.is hættir...

  • Writer: Sverrir Jonsson
    Sverrir Jonsson
  • Nov 6
  • 2 min read

Jæja, allt hefur upphaf og endir. Eftir vandlega íhugun að þá höfum við ákveðið að hætta með síðuna og leggja hana á þessa margfrægu hillu. Allt efni og pistlar verður tekið niður í nóvember og vefsíðan sjálf mun svo hverfa út í sortann í lok nóvember.


MotoSport.is hóf göngu sína á því herrans ári 2006 og hefði því orðið tvítug á næsta ári. Nokkrar útgáfur hafa verið til af henni og þrír hýsingaraðilar hafa hýst hana. Fyrir nokkrum árum varð hún fyrir barðinu á hökkurum, einhverjum frá Tyrklandi, og var með engu móti hægt að setja hana upp aftur eins og hún var þar sem hýsingaraðilinn hafði láðst að sinna afritun á henni. Það var miður því í þeirri útgáfu voru mjög margar greinar/pistlar og mikið af ljósmyndum, sumar sem eru glataðar að eilífu þar sem hluti þeirra var á hörðu drifi sem gaf sig þrátt fyrir að þeir voru tveir saman og annar þeirra hafði ekkert annað hlutverk en að spegla hinn.


Erfið meðganga síðustu ár

Þó ég sé búin að vera nokkuð latur upp á síðkastið að skrifa pistla, að þá er þessi ákvörðun að leggja niður MotoSport.is okkur nokkuð þungbær en jafnframt smá léttir að hafa ekki þessa kvöð á bakinu. Ég ætla ekki að tíunda ástæður hér en einn stór liður í jöfnunni er kostnaður, en kostnaður við síðuhaldið hefur margfaldast síðustu ár og er þetta kostnaður sem við berum einn.

ree

Fésbókin/Facebook, hvað verður um hana?

Við mun þó ekki alveg leggja allt á þessa frægu hillu og munum við í það minnsta halda áfram með fésbókina og það samfélag sem er þar, í það minnsta fyrst um sinn. Hvort það muni svo allt enda á sama veg og síðan á eftir að koma í ljós en núna mun fésbókarsíðan lifa um nokkrar stundir.


Við MotoSport.is viljum þakka öllum sem hafa komið og heimsótt okkur á síðuna og haft gaman af. Þetta er okkur ekki léttvæg ákvörðun, en ákvörðun engu að síður sem búið er að

taka. Ætli myndavélin muni ekki enda líka á þessari hillu eftir þetta ár og finnst mér það komið að öðrum að vera kyndilberar í þessu sporti. Við hjónin höfum svo sannarlega gert okkar hlut til að halda þessu úti eins og hægt er.


Verið hress, ekkert stress og bless...


Comments


© 2007 by MOTOSPORT.IS. Proudly created with Wix.com

bottom of page