top of page
20210926_115946.jpg

UM  MOTOSPORT.IS

bakhjarlar síðunnar

Eins og kemur fram að þá er þessi síða haldin úti á okkar eigin kostnað þar sem við höfum verið haldin þráhyggju allt frá árinu 2005 eftir að við kynntumst sportinu.  Heimasíðan motosport.is lét fyrst dagsins ljós í byrjun sumars 2007 en áður höfðum við hafið myndatöku í sportinu fyrir áeggjan Péturs Smárasonar.  En það er ótrúlegt til þess að hugsa til dagsins í dag að Pétur Smárason hafi beðið mig, Sverrir, að taka myndir á námskeiði sem hann hélt í Þorlákshöfn þar sem Ed Bradley var kennari.  Já, þetta er sem sagt allt Pétri að kenna...

Kannski ekki alveg allt Pétri að kenna þar sem Örn Erlingsson, bróðir Bjarkar eða "aka brjáluðu Bínu", á miklu sök í máli þar sem hann smitaði okkur hjónin af þessu sporti með góðri hjálp barna hans, Karen og Arons.  Með þeim stigum við okkar fyrstu skref í sportinu.

Allt, ef ekki flest allt efni á síðunni er okkar eigið efni og pistlar eða fréttir eru skrifaðar með "passion" fyrir sportinu og vilja til þess að láta af sér gott leiða.  Við hjónin höfum fengið mikinn stuðning frá honum Frikka í Púkanum í gegnum tíðina sem og Arctic Trucks sem hefur útvegað fjölskyldunni hjól frá því að það tók við Yamaha umboðinu.  Fjölskyldan hefur einnig tekið ástfóstri við Crossfit Reykjavík og hefur myndast einstakt samband við stöðina sem hefur stutt fjölskylduna með ráðum og dáðum.  Merkistofan hefur verið fjölskyldunni hliðholl og eru öll okkar límmiðakit frá þeim.  Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn í gegnum tíðina. 

Nú síðast höfum við gengið til liðs við Stillingu og erum spennt fyrir komandi ári í sportinu en því er ekki að leyna að Grettistaki hefur verið lyft í enduro síðustu tvö ár og hefur aðkoma Stillingu ásamt óslitinni vinnu sjálfboðaliða skipt sköpun í þeirri umgjörð sem sportið býr við í dag.

Allt myndefni í "picture gallery" er eign motosport.is og er öðrum óheimilt að nota það án leyfis eða breyta myndum á nokkurn hátt.  Við hjónin höfum undantekingarlaust veitt góðfúslega leyfi fyrir notkun á myndum ef það styrkir sportið eða er til styrktar góðs málefnis.

 
FÓLKIÐ Á BAKVIÐ TJÖLDIN
20190723_204459.jpg

Ábyrgðaraðili, höfundur og myndataka

Sverrir
Jónsson

Alltaf erfitt að skrifa um sjálfan sig en ég hef verið viðloðandi sportið síðan 2005.  Hóf snemma myndatökur sem hefur á síðan fylgt mér í gegnum tíðina og hef ég óslitið tekið myndir frá árinu 2005 af öllum keppnum til Íslandsmeistara í motocrossi.  Opnaði síðuna motosport.is vorið 2007 og hóf að skrifa pistla ásamt birtingu mynda.  Sat í stjórn VÍK til 4 ára, formaður MotoMos í 2 ár, meðstjórnandi í MSÍ í 4 ár.  Hætti stjórnunarstörfum í klúbbum tengt sportinu fyrir um þremur árum en að sjálfsögðu styð og hef tekið þátt í starfi klúbba.  Hef hið ógurlega viðurnefni "Sveppagreifinn".

  • Instagram
  • Black Facebook Icon
BE-1.jpg

Pistlar og myndataka

Björk Erlingsdóttir

Það er eiginlega óþarfi að kynna þessa.  Þetta er hin eina sanna brjálaða Bína sem hóf að hjóla og keppa fertug.  Fyrir utan að blæða í bókstaflegri merkingu fyrir sportið, að þá er hún óþreytandi að styðja hin og þessi málefni.  Hefur staðið að söfnun fyrir íslenska landsliðið í motocrossi eins síns liðs síðustu ár með bolasölu.  Ég held að ég sé ekkert að ljúga þegar ég segi að þú finnir vart duglegri manneskju.  Bína mun skrifa pistla á síðuna ásamt að hún er ábyrg fyrir flestum myndum í enduro fyrir alla fyrir árið 2021 þar sem ég hef verið að nota dróna við myndatökur.  Bína er jafnframt í stjórn MSÍ.

  • Instagram
  • Black Facebook Icon
20200613_163310_002_edited.jpg

Kennsla og námskeið

Óliver Örn Sverrison

Ef þig vantar kennslu hvort sem er í motocrossi, crossfit og ólympískum lyftingum ásamt upplýsingum um mataræði að þá er þetta gaurinn.  Búin að hjóla síðan hann var 7 ára og keppa frá 12 ára aldri.  Varð tvöfaldur Íslandsmeistari í MX Unglinga 2014 og 2015.  Er með CFR Level 1 gráðu í og hefur kennt hjá Crossfit Reykjavík í nokkur ár ásamt að hafa starfað þar frá unglingsaldri.  Er á lokaári í íþróttafræði í HR.  Hefur verið með námskeið í motocrossi á sumrin síðustu fjögur árin.  Hægt er á fara í einkaþjálfun hjá honum í Crossfit Reykjavík.

  • Instagram
  • Black Facebook Icon
Hafðu samband

Thanks for submitting!

bottom of page