Það leyndi sér ekki að mikil eftirvænting sást í andliti þátttakanda sem höfðu skráð sig í fyrstu keppni ársins í Liqui Moly "Enduro fyrir alla" mótaröðinni sem gildir til Íslandsmeistara. Þetta er fyrsta keppni ársins á keppnisdagatali MSÍ og þar með er tímabilið formleg hafið. Keppnisformið er ekki ólíkt GNCC mótaröðinni í Ameríkuhrepp og er keyrt stanslaust í 90 mínútur. Rúmlega 100 keppendur voru mættir til leiks.
Að venju var ræsing með hefðbundnum hætti og keppendur voru látnir halda í kaðal og hlaupa að hjóla sem voru síðan ræst með látum. Alltaf jafn gaman að verða vitni af þessum hamagang og fyrir okkur adrenalínfýklana, heyra hávaðann og lætin þegar allt er komið á fullt.
Veður var með besta móti, skýjað en nánast blankalogn. Aðstæður á keppnisstað voru því mjög góðar, þó svo að þegar á leið komu nokkrir regndropar. Brautin leyndi á sér þó ekki væri mikið af náttúrulegum hindrunum og þegar fram liðu stundir voru keppendur að lenda í að festa sig og lítið mátti til á gjöfinni ef ekki átti illa að fara.
“Eyþór Reynisson var hlutskarpastur í karlaflokki og Aníta Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki. Annars voru úrslit þau sömu og árið 2021 þegar keppnin var haldin á þessu svæði í fyrsta sinn”
Einnig var keppt í flokki "Vintage" hjóla en það má eiginlega kalla "fornbílaflokkur" mótorhjóla og var gaman að sjá mörg þeirra hjóla taka þátt í þessari keppni að spreyta sig í aðstæðum sem þessi hjól voru framleidd fyrir. Vona að þessi hópur haldi áfram að láta sjá sig á keppnum í sumar því þeir gefa því skemmtilegt yfirbragð.
Sigurvegarar
Í karlaflokki var það Eyþór Reynisson sem varð hlutskarpastur eins og á síðsta ári. Máni Pétursson varð annar og Daði Erlingson varð þriðji. Í kvennaflokki var það Aníta Hauksdóttir sem bar sigur úr býtum. Elva Hjálmarsdóttir varð önnur og Ásta Petra Hannesdóttir varð þriðja. Það sem vakti skemmtilega kátínu var að þessi niðurröðun var sú nákvæmlega sama og þegar þessi keppni var haldin þarna í fyrsta sinn. Ég er ekki með niðurstöður í öðrum flokkum, en veit voru verðlaun eftir mismunandi aldursflokkum.
Hér má sjá myndband frá ræsingunni
Önnur umferð fer fram á Jaðri 28 maí
Næsta keppni í Liqui Moly "Enduro fyrir alla" mótaröðinni fer fram á Jaðri 28 maí, eða nákvæmlega eftir hálfan mánuð. Hlökkum við til að sjá ykkur þar og vonandi fjölgar í hópnum í þáttakendum en keppnishald í þessari mótaröð hefur verið til mikillar fyrirmyndar síðustu ár.
Kommentare