top of page
  • Writer's pictureSverrir Jonsson

Ísland lenti í 28 sæti í MXoN eftir helgina

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum sem er áhugamaður um motocross að Motocross of Nations fór fram um helgina í Ameríkuhreppi. Fyrir hönd Íslands tóku þeir Eyþór Reynisson, Eiður Orri Pálmason og Gunnlaugur Karlsson. Ísland lenti á kunnuglegum slóðum og enduðum við í 28 sæti en það sæti hefur pínu fylgt okkur frá því að við hófum þátttöku. Já, þetta sæti er eiginlega okkar "gleðibanki" ef þannig má orði komast en fyrir þá sem eru yngri og þekkja ekki til, að þá ætlaði Ísland að sigra heiminn þegar þjóðin tók fyrst þátt í Eurovision með laginu "Gleðibankanum" en Evrópa var ekki á sama máli og enduðum við í 16 sæti sem þjóðin hefur mjög oft endað í eftir keppni í Eurovision.


Drengirnir voru að venju þjóð og landi til sóma og þakkar MotoSport.is fyrir hönd okkar hér heima þeim fyrir þátttökuna og fórnfýsina því það er meira en að segja það að taka þátt í þessari keppni og mikill kostnaður sem fellur til sem keppendur taka á sig sjálfir til þess eins og geta keppt fyrir landið sitt. Aðstæður á sunnudag ekki upp á það besta og minntu mann óþægilega mikið á keppnisdag í fyrra á Ítalíu.


Ef þú sást ekki keppnina að þá geturðu horft á hana hér fyrir neðan en ég ber ekki ábyrgð á að þessi hlekkir fái að lifa á YouTube þar sem FIM lætur loka á þá við fyrsta tækifæri vegna höfundarréttarmála.





Heimamenn báru sigur úr býtum

Það fór eins og flestir höfðu spáð fyrir, að heimamenn með þá ökumenn innanborðs, Eli Tomac, Chase Sexton og Justin Cooper bar sigur úr býtum en Bandaríkin hafa ekki unnið síðan árið 2011. Frakkar lentu í öðru sæti og var Dylan Ferrandis eiginlega mest spennandi ökumaðurinn að horfa á en kappinn sem vann AMA Motocross í fyrra er búin að vera meiddur meira og minna allt árið og var að keppa nánast í fyrsta sinn síðan í supercrossinu með "dash" af keppni í Unadilla í sumar. Dylan Ferrandis laut fjórum sinnum í mold en var samt í topp sex (6) eftir að hafa keyrt sig upp frá tuttugasta og níunda (29) sæti í fyrra moto-inu sem hann tók þátt í.


Ástralir í þriðja sæti (3) og að sjálfsögðu var Jett Lawerence mærður upp í topp og ég vona svo sannarlega hans vegna að hann skemmist ekki á allri þessari athygli sem hann er að fá því þar er svo sannarlega frábær ökumaður á ferð. Bróðir hans, Hunter Lawerence átti ekki eins góðan keppnisdag og laut í mold eins og margir fleiri ökumenn, enda aðstæður afar erfiðar.


Þáttur Íslands

Það er ekki svo í dag að við Íslendingar gerum ráð fyrir að komast með tæarnar í A-keppnina en við mætum þó upp á stoltið og til að vera þátttakendur í einni skemmtilegustu og áhugaverðustu keppni sem fer fram ár hver.


Strax í byrjun var ljóst að það yrði við ramman reip að draga þar sem heppnin var okkur ekki hliðholl í drætti um ráshlið og enduðum við með ráshlið nr.32 sem er þriðja síðasta ráshliðið. Við skulum líka ekki gleyma því að þarna eru á ferðinni þrír bestu ökumenn frá hverju landi, þannig að þetta er ekki eins og hér heima þar sem þrír til fjórir eru góðir í hverjum flokk "også videre". Eyþór Reynisson var á góðri siglingu í sínu moto-i og var um tíma í tuttugasta (20) sæti en virðist hafa hlekkst á og var komin í tuttugusta og sjöunda (27) sæti.


B-keppnin

Á sunnudag voru keppnisaðstæður afar erfiðar og brautin eitt drullusvað. Minntu aðstæður óþægilega mikið á síðustu keppni á Ítalíu þar sem það rigndi "gírkössum" eins og Pálmi Pétursson kemst svo skemmtilega að orði. Um tíma vorum við með í keppninni og Eyþór og Eiður voru í tólfta (12) og þréttánda (13) sæti. Ekki veit ég hvað gerðist því ekki var það sýnt, en þeim hlekktist greinilega á því um mitt moto voru þeir komnir fyrir aftan topp tuttugu (20) og þar með ljóst að við myndum verma aftur okkar marg elskaða sæti tuttugu og átta (28).


Hér geturðu séð B-keppnina sjálf(ur).



Ég vona að piltarnir hafi notið þess að keppa við þessar erfiðu aðstæður og orðið vitni af sigri heimamanna sem var langþráður, en eins og áður hefur komið fram hafa Bandaríkjamenn ekki unnið síðan 2011. Til lukku allir saman sem einn ásamt frábærum liðstjóra og ég segi enn og aftur og stend við það...


Áfram Ísland!








Recent Posts

See All
bottom of page