top of page
  • Writer's pictureSverrir Jonsson

Fimmta og loka umferðin til Íslandsmeistara í motocrossi - Bolaöldum 2022

Fimmta og loka umferðin til Íslandsmeistara í motocrossi fór fram laugardaginn 27 ágúst og var bráðskemmtilegt mót haldið á vegum Vélíþróttaklúbbsins VÍK í Bolaöldum. Um 71 keppendur voru skráðir til leiks. Því miður skyggði slys sem Einar S. Sverrisson varð fyrir í síðasta moto-i dagsins nokkuð á gleðina, en framan af hafði keppnin gengið mjög vel fyrir sig.


Þar sem keppnishaldið er nokkuð seint á árinu og keppnin í nokkuð hundra metra hæð yfir sjávarmáli að þá er orðið allra veðra von um þetta leyti árs og ósjaldan hafa aðstæður verið með þeim hætti að um sannkallað drullubað er að ræða fyrir bæði keppendur og hjól. En í þetta skipti var veðurguðinn okkur hliðhollur og var einróma veðurblíða þennan dag og nánast alveg logn, sem gerist ekki oft. Tímatakan hófst um níuleytið og fyrsta moto-ið í kvennaflokki hófst upp úr ellefu. Keppni lauk svo formlega um fimmleytið og voru keppendur þá búnir að keyra tímatöku plús þrjú moto yfir daginn og ekki laust við að þreyta væri farin að segja til sín hjá keppendum enda brautin orðin nokkuð slitin eftir daginn.


“Eyþór Reynisson sigraði auðveldlega í MX1, Eiður Orri Pálmarson í MX2 og Aníta Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki.

Eins og segir í inngangnum að þá skyggði slysið hans Einar S. Sverrissonar nokkuð á gleðina þennan dag. Eyþór Reynisson fór á flakk og hélt enn áfram að stíða öðrum keppendum með í hvaða flokki hann keppti en í þetta skipti varð það MX1 en Eyþór er á leið ásamt Eiði Orra Pálmasyni og Gunnlaugi Karlssyni til USA að taka þátt í MXoN fyrir hönd Íslands þar sem hann kemur til með að keppa í MX1 flokk. Var hann yfirburðamaður í MX1 og stakk alla af. Það er því ljóst að Eyþór Reynisson er ennþá "benchmark-ið" sem yngri ökumenn okkar miða sig við upp á hraða og getu og er frábært fyrir hina ökumennina að hafa hann sem viðmið.


Aðalkeppni dagsins var eiginlega í MX2 á milli Eiðs Orra Pálmarsonar, Mána Freys Péturssonar og Alexander Adam Kuc um titilinn. Eftir harða baráttu og frábæran akstur, að þá varð það að lokum Eiður Orri Pálmason sem hafði betur og endaði sem Íslandsmeistari í MX2. Einnig var mikil barátta í unglingaflokknum en þar er keppendum tvískipt og er sérstök stigakeppni fyrir þá sem keppa á 144-125cc tvígengishjóli. Þar hafði Stefán S. Sverrisson betur og Eric Máni Guðmundsson landaði Íslandsmeistaratitlinum í sínum flokki.


Í kvennaflokknum var engin Sóley Söru M David til að keppa við Anítu Hauksdóttir, en Aníta var búin að tryggja sér titilinn fyrir síðustu umferðina. Í staðin tók Gyða Dögg Heiðarsdóttir skónna úr hillunni og tók þátt og setti pressu á Anítu framan af, en svo fór að Aníta sýndi að titilinn í ár var engin tilviljun og greinilega búin að vinna heimavinnuna sína. Það var virkilega gaman að sjá Gyðu Dögg aftur á ráslínu en hún var og er enn á meðal okkar bestu ökumanna í kvennaflokknum, en æfir ekki að staðaldri.


Sigurvegarar


Hér má sjá sigurvegara dagsins eftir hverjum flokk fyrir sig en nánari upplýsingar um hvert moto eða tímatöku má finna með að smella á þennan hlekk. Þar má einnig finna upplýsingar úr "hobbý" flokk en hér fyrir neðan birti ég eingöngu flokka sem gilda til Íslandsmeistara.


MX1 flokkur:

  1. Eyþór Reynisson

  2. Gunnlaugur Karlsson

  3. Arnar Elí Benjamínsson

MX2 flokkur:

  1. Eiður Orri Pálmarsson

  2. Alexander Adam Kuc

  3. Máni Freyr Pétursson

Unglingaflokkur (aldur 14-18 ára):

  1. Eric Máni Guðmundsson

  2. Ingvar Sverrir Einarsson

  3. Alex Þór Einarsson

Unglingaflokkur (aldur 14-18 ára, 144-125cc tvígengis):

  1. Stefán Samúel Sverrisson

  2. Svanur Þór Heiðarsson

  3. Sigurður Bjarnason

85 cc flokkur (aldur 10-14 ára):

  1. Gestur Natan Gestsson

  2. Óskar Már Ágústsson

  3. Andri Berg Jóhannsson

Kvennaflokkur (opin flokkur):

  1. Aníta Hauksdóttir

  2. Gyða Dögg Heiðarsdóttir

  3. Guðfinna Pétursdóttir

Kvennaflokkur 30 plús (eldri en 30 ára):

  1. Björk Erlingsdóttir

  2. Theodóra Björk Heimisdóttir

  3. Ragnheiður Brynjólfsdóttir

40 plús (opin flokkur eldri en 40 ára):

  1. Heiðar Örn Sverrisson

  2. Haukur Thorsteinsson


Hægt er að skoða frekari úrslit með að smella hér.





Hér á myndinni má sjá hluta af keppendum eftir ræsingu í MX unglinga og MX2 Hobbý en það rétt glittir í afturdekkið vinstra megin hjá Eric Mána sem var með mjög góðar ræsingar í þessari keppni.


Keppnishaldi í motocrossi til Íslandsmeistara lokið

Með þessari keppni lauk formlega Íslandsmeistaramótaröðin til Íslandsmeistara í motocrossi og hefur keppnishaldið gengið ágætlega í sumar. MotoSport.is óskar öllum nýkrýndum Íslandsmeisturum til hamingju með árangurinn og til þeirra sem voru svo nálægt, að þá kemur ár eftir þetta ár og á meðan er bara eitt svar og það er að stunda æfingar grimmt.


Til allra sjálfboðaliða sem komu að keppnistandinu um helgina og að sjálfsögðu ykkur, keppendum þar sem án ykkar væri engin keppni, að þá vill ég segja "Takk fyrir okkur" og takk fyrir þá vinnu sem þið leggið á ykkur svo við og aðrir getum leikið okkur. Einnig vill ég þakka sérstaklega Bjössa og Jóhanni í Arctic Trucks, hafa oftar en ekki hlaupið í skarðið og boðnir og búnir að hjálpa til. Hafa verið ómetanlegir í sumar þessi pjakkar og ekki má gleyma að Íslandsmeistarinn í torfæruakstri, Haukur, kom til okkar og grillaði eðal hamborgara ofan í keppendur og aðstandendur keppenda á Yamaha hjólum.


Hægt er að sjá myndir frá keppninni með að smella á þennan hlekk. Vonandi gest mér tími til að setja saman smá myndband frá keppninni á næstunni og birta í komandi viku.

Recent Posts

See All
bottom of page