top of page
  • Writer's pictureSverrir Jonsson

Sex ungir Íslendingar að taka þátt í Coupe de l'Avenir næstu helgi á vegum MSÍ

Um næstu helgi munu sex ungir Íslendingar taka þátt í Coupe de l'Avenir sem fer fram í Baisieux, í Belgíu dagana 1 og 2 október. Það eru þeir Alexander Adam Kuc, Máni Freyr Pétursson og Leon Pétursson sem munu keppa fyrir Íslands hönd í opnum flokki og svo eru það þeir Gestur Natan Gestsson, Kári Siguringason og Óskar Már Ágústsson sem taka þátt í 85cc flokki. Það er keppt í 65cc flokki einnig, en eins og flestir vita sem fyljast eitthvað með sportinu hér á klakanum, að þá er ekki keppt til Íslandsmeistara í 65cc eins og erlendis og því engir keppendur af hálfu Íslands í þeim flokki.


MotoSport.is óskar piltunum og aðstandendum þeirra góðs gengis í keppninni og mun senda þeim hlýja strauma. Vonandi á þetta keppnishald eftir að opna augu þeirra á hvernig þetta fer fram erlendis og að þeir sogi eins mikið til sín og þeir geta því þetta er mikil lærdómskúrfa að fara allt í einu beint í djúpu laugina þar sem flestir af þessum keppendum sem þeir munu eiga við, eru að taka þátt í mótaröðum á vegum FIM í Evrópu.


Endilega að þiggja góð ráð frá Mána Frey Péturssyni og Alexander Adam, ásamt aðstandendum, þar sem þeir eru með hvað mestu keppnisreynsluna erlendis.


Við höfum ekki upplýsingar um hvort að það verði sýnt beint frá þessari keppni á YouTube en vonandi verður það gert eða í það minnsta verður sambærilegt myndband tekið saman eins og þetta hér fyrir neðan frá MX Junior keppninni í fyrra sem fór fram í Grikklandi.


Því miður er ekki mikið um upplýsingar um þessa keppni á enskumælandi heimasíðum en hægt að finna upplýsingar um hana í þessum hlekk en þið þurfið að hafa franska orðabók tiltæka við lesturinn.


Það stóð til að við hjónin myndum fara út og fylgja þeim úr hlaði, taka myndir og myndbönd, en það varð ekkert úr því.


Hér má svo sjá mynd af brautinni eins og hún lítur út af heimasíðu þeirra í Belgíu.


Við segjum svo bara eins og við höfum sagt fyrir aðra keppendur sem keppa fyrir Íslands hönd.


ÁFRAM ÍSLAND!


Recent Posts

See All
bottom of page