Í dag kl.18:20 hefst stærsta keppni í motocrossi sem fer fram árlega og kallast Motocross of Nations. Að þessu sinni eins og síðustu ár, að þá eru þrír keppendur sem keppa fyrir Íslands hönd í Ameríkuhreppi en það eru þeir Eyþór Reynisson sem keppir í MX1, Eiður Orri Pálmarsson sem keppir í MX2 og svo Gunnlaugur Karlsson sem keppir í MX Open. Keppnin fer fram í Red Bud sem er staðsett í Buchanan, Michigan. Við hér heima getum notið þess að horfa á þetta beint og um leið hvatt strákana í huganum til góðra verka, en eins og ævinglega eiga þeir eftir að verða þjóð og landi til sóma.
Íslenska liðið var afara óheppið í drættinum í gær og fékk ráshlið nr. 32 sem er þriðja síðasta hliðið og ljóst að piltarnir þurfa að eiga mjög góðan dag og frábærar ræsingar. Af þeim liðum sem spekingar gera ráð fyrir að eigi mesta möguleika að þá fékk Holland ráshlið 4, Ítalía ráshlíð nr. 6. Belgía ráshlið nr. 11 og Bandaríkin ráshlið nr. 15.
Hér má sjá frá umfjöllun frá deginum í gær frá Racer X Online þegar liðin voru kynnt og að sjálfsögðu er áherslu þeirra á lið þeirra frá Bandaríkjunum sem verður að teljast sigurstranglegt þar sem það vantar nokkra bestu ökumenn heims frá Evrópu þetta ári sbr. Jeffrey Herlings, Tim Cajser o.fl.
Dagskrá dagsins í undakeppninni
Dagurinn mun innihalda þrjú moto og eru reglur þannig að liðið má henda úrslitum þess ökumanns sem nær verstum árangri og samanlagður árangur tveggja bestu ökumanna er lagður saman og úrskurða um stöðu liðs í keppninni. 19 bestu lið dagsins í dag komast beint áfram í A keppnina en hin sem sitja eftir eiga enn einn séns með að keppa í B keppninni sem fer fram um morguninn áður en A keppnin fer fram (sunnudag). Það lið sem vinnur B keppnina kemst því í A keppnina og verður lið númer 20.
Í dag munu keppendur eingöngu taka þátt við keppinauta í sama flokki, þ.e. MX1 keppendur keppa eingöngu við MX1 og svo framvegis. En í A keppninni er þessu blandað og þá keppa MX1 og MX2 saman í moto1. MX2 og MX Open í moto2 og svo MX1 og MX Open saman.
Dagurinn í dag skiptist eftirfarandi:
Klukkan 18:20 MX1
Klukkan 19:20 MX2
Klukkan 20:20 MX Open
Keyrt er 30 mínútur plús tveir (2) hringir.
Hægt er að horfa á útsendinguna á eftirfarandi slóð https://www.mxgp-tv.com/home en til þess þá þarftu aðgang og kostar helgin $37 USD eða 5.324 ISK á gengi dagsins í dag. Þetta er svo sem ekki mikið en sjálfsagt er hægt að sjá þetta annar staðar en eingöngu verður sýnt frá undankeppninni á ofangreindum hlekk. Á morgun verður hægt að sjá keppnina á CBS Sport og á rás sem flestir Íslendingar hafa aðgang að en horfa kannski lítið á, en það er Eurosport.
Áfram Ísland!
Comments