Námskeið eru að hefjast í MotoMos undir leiðsögn Ólivers Ö. Sverrissonar. Gert er ráð fyrir að námskeiðið sé tvisar í vikur (2x), mánudaga og miðvikudaga frá kl.19:30 - 21:30 og hefjist mánudaginn 22 júní og stendur í rúmar fjórar vikur. Námskeiðið fer eingöngu fram í MotoMos og verður brautin lokuð öðrum á meðan námskeið eru í gangi fyrir utan barnabrautina sem verður opin að venju í allt sumar. Takmörkuð pláss í boði.
Óliver Örn Sverrisson er tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga (2014 og 2015) og er jafnframt þjálfari í Crossfit Reykjavík til margra ára. Óliver er útskrifaður íþróttafræðingur af íþróttabraut HR og er með margra ára reynslu í bæði motocross og crossfit þjálfun.

Um er að ræða tveggja klukkustunda námskeið þá daga sem það fer fram og er námskeiðsgjald aðeins 40.000 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er árskort í MotoMos. Námskeiðið er hugsað jafnt fyrir byrjendur og lengra komna en gert er ráð fyrir að að lágmarksstærð hjóla þátttakanda verði 85cc tvígengis.
Hægt verður að óska eftir einkatímum og fara þeir einkatímar eingöngu fram um helgar. Þeir sem óska slíks er ráðlagt að snúa sér beint til Ólivers en einnig er hægt að óska eftir slíku með sambærilegum hætti og námskeiðsskráning fer fram.
Öllu jafna hafa þessi námskeið verið byrjuð fyrr ár hvert en brautin þurfti óvenju mikið viðhald eftir veturinn og þar sem öll tæki félagsins urðu fyrir skemmdum skemmdarvarga, að þá hefur ekki náðst að klára brautin fyrr en nú. Því hefur byrjun námskeiðs tafist þar sem þau fara eingöngu fram í MotoMos.
Skráning á námskeiðið
Skráning fer fram á netinu með að senda tölvupóst á netfangið bjorkerlings@live.com eða senda henni skilaboð í gegnum fésbókina, en þetta er slóðin á fésbók Bjarkar (https://www.facebook.com/bjorkerlings). Ef ekki næst í Björk með þessum hætti, að þá er einnig hægt að senda skilaboð í "messenger" á fésbókinni á fésbókarsíðu MotoMos og verður því komið í réttar hendur.
Hvar er MotoMos?
Fyrir þá sem vita ekki hvar brautin er, að þá er ekið sömu leið eins og þú sért að fara í Útilegumanninn eða til Ístaks en í stað þess að beygja þangað að þá er haldið áfram og tekið eina afleggjarann þegar komið er nánast inn enda götunnar til hægri, sjá nánar á korti hér fyrir neðan og er brautin þar sem rauði hringurinn er en neðast á myndin sjást einnig GPS hnit brautarinnar.

Comments