Styrktarmót var haldið í MotoMos laugardaginn 10 september fyrir landsliðsfara Íslands sem munu taka þátt í Motocross of Nations í Ameríkuhreppi sem fer fram í Buchana, Michigan í vel þekktri braut sem heitir "Red Bud". Um er að ræða þá Eyþór Reynisson, Eiður Orra Pálmason og Gunnlaugur Karlsson.
Skráning fór fram á staðnum og þó svo að mætingin hefði verið ágæt í flokki stærri hjóla, að þá hefði maður viljað sjá fleiri taka þátt og styðja strákana. En sjálfsagt spilaði veðrið eitthvað inn í, en það hafði rignt töluvert deginum á undan, eða eins og Pámi Pétursson orðaði, "það rigndi gírkössum" :) Brautin leit sem furðu vel út eftir að strákarnir ásamt Oliver liðstjóra voru búnir að ræsa brautina kvöldið áður. Grípið var gott en þegar leið á laugardaginn hóf aftur að dropa og urðu menn og járnfákar "örlítið" skítugir.
Aðstæður virtust þó ekki há yngstu iðkendunum og skemmtu þeir sér konunglega og þegar Pétur Smárason, keppnisstjóri, spurði hvort þeir væru ekki til í þrjú moto í stað tveggja og þeim fannst það nú ekki mikið tilkomumál og úr varð að allir þurftu að keyra þrjú moto í stað tveggja því yngstu iðkendurnir fannst svo gaman.
Hér er Pálmar Pétursson með allt á útopnu og ræður ekki neitt við neitt :)
Það er eitthvað við MotoMos og Odd #90 sem virðist vera órjúfanleg heild og hann þráir það eitt að komast í snertingu við móðir jörð, en hér er smá "haferí" í fyrstu beygju en ég man ekki hvort þetta var í öðru eða þriðja moto-i.
Fyrir einhverjar sakir, að þá birtist mappan ekki í myndalbúminu og ég er búin að eyða bráðum tveimur sólahringum í að reyna að finna út úr þessu, en allt kemur fyrir ekki og mappan sést einfaldlega ekki. Það þýðir samt ekki að myndirnar séu ekki á síðunni, mappan er bara í feluleik. En það er hægt að fara beint inn á þær á vefslóðinni sem mappan er staðsett. Hér er hlekkur beint á myndirnar og hægt að skoða með að smella hér.
Vill svo þakka sjálfboðaliðum og keppendum fyrir þátttökuna og að styðja strákana. Þetta skiptir máli og margt smátt gerir eitt stórt. Óska svo piltunum velfarnaðar úti og veit að þeir verða landi og þjóð til sóma.
Comentários