Því miður náðist dróninn ekki á loft vegna samskiptavandamála við forrit frá framleiðanda sem ræstist ekki upp. Ég reyndi þá bara að bjarga mér með öðrum búnaði og tók hér á þrjú mismunandi vélar upp myndbönd. Þið verðið þó að fyrirgefa að á seinni tíma myndbandsins virðist ég hafa óvart breytt uppetningu, þannig að glugginn verður 4:3 en ekki 16:9 og fyllir því myndbandið ekki alveg út í skjáinn. En virðið viljann fyrir verkið.
ATH! Þetta er ekki stutt klippa frá endurokeppninni, heldur rúmar 13 mínútur af efni. Þannig að það er bara spurning um að sækja sér pop og kók :)
Sjáumst svo bara meira en eiturhress á Jaðri eftir tæpar tvær vikur og þá verður dróninn vonandi aftur komin í gagnið.
Viljum svo þakka Púkanum og Stillingu fyrir stuðninginn ásamt stuðningi frá félögum í MSÍ í gegnum tíðina. Án ykkar væri þetta ekki hægt.
Comments