top of page
  • Writer's pictureSverrir Jonsson

MXoN 2022 styrktarkeppni í MotoMos laugardaginn 10 september

Á laugardaginn fer fram styrktarkeppni til handa þeim þremur keppendum sem hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd í Ameríkuhreppi í lok september, en keppnin fer fram í Red Bud sem er staðsett í Buchanan, Michigan. Þetta er rándýr pakki sem keppendur taka að stærstum hluta á sig sjálfir og því er um fyrir alla sem geta að styrkja þessa stráka til góðra verka.


Hér má sjá Eið Orra Pálmarson í MXoN 2021 keppninni í fyrra sem haldin var á Ítalíu en hann Eiður mun einnig keppa fyrir hönd Íslands í Red Bud.


Dagskrá dagsins

Dagurinn skiptist í tvennt og er eftirfarandi:

  • Frá kl.11:00 - 13:00 er 50cc og 65cc flokkar.

    • Mæting kl. 10:00 fyrir 50cc & 65cc.

  • Frá kl.14:00 - 17:00 fara stærri hjólin í brautina og verða A, B og 85cc flokkar.

    • Mæting kl. 13:00 fyrir stærri hjól.

Í minni flokkum verða tvö (2x) moto 10min +1 hringur. Í stærri flokkum verður tímataka og tvö (2x) moto í 12min + 2 hringir.


Keppnisgjald fyrir minni hjól: 3.000kr Keppnisgjald fyrir stærri hjól: 5.000kr


Skráning fer fram á staðnum og skorum við á alla að mæta nú tímanlega því það getur tekið smá tíma að skrá alla keppendur. Til upplýsinga að þá þurfa 85cc hjól og stærri að vera með viðeigandi tryggingar í gildi til að geta tekið þátt. Ekki er ætlast til að keppendur í 50-65cc flokki séu með slíkar tryggingar þar sem um skemmtikeppni er að ræða en að sjálfsögðu ekki verra ef þær eru til staðar.


Sjoppan verður auðvitað opin og það er engin önnur en Bína sem stendur á vaktinni!

Hægt verður að kaupa léttar veitingar, MX Team Iceland boli og MXoN peysur á staðnum.


Hvetjum alla til að mæta og styrkja liðið!Vel verður tekið á móti sjálfboðaliðum til að flagga!


Hvar er MotoMos?

Fyrir þá sem vita ekki hvar brautin er, að þá er ekið sömu leið eins og þú sért að fara í Útilegumanninn eða til Ístaks en í stað þess að beygja þangað að þá er haldið áfram og tekið eina afleggjarann þegar komið er nánast inn enda götunnar til hægri, sjá nánar á korti hér fyrir neðan og er brautin þar sem rauði hringurinn er en neðast á myndin sjást einnig GPS hnit brautarinnar.


129 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page