top of page
  • Writer's pictureSverrir Jonsson

MotoSport.is vefsíðan aftur í loftið

Loksins, loksins eftir hátt í þriggja ára þögn að þá fer MotoSport.is formlega aftur í loftið en hingað til höfum við birt myndir og smá upplýsingar um keppnishald á Íslandi á fésbókinni sem, þrátt fyrir frábæra eiginleika, er ekki mjög hentug til fréttaflutninga eða greinarskrifa.


Síðan var hökkuð fyrir nokkru síðan og skýrir það þögnina. Ekki hjálpaði til að "svo kallað" backup sem átti að vera til af síðunni og tryggja að hægt væri að "restore-ana" var ekki í samræmi við upplýsingar hýsingaraðila og svo fór sem fór með tilheyrandi niðurtíma.


Þá voru góð ráð dýr en við höfðum verið upp á góðan vin uppákomin með HTML kóða og uppsetningu á síðunni. Draumurinn var að enduruppsetja síðuna eins og hún var með öllum greinum o.fl. en fljótlega kom í ljós að það yrði gífurleg vinna fyrir utan að ekki var hægt að flytja allt yfir í nýja síðu þar sem gögn höfðu glatast sbr. að ofan um að afritun síðunnar var ekki sem skyldi.


"Það er skortur á málsvara fyrir sportið og greinarskrif um hvað er í raun í gangi í sportinu. Aðhald fjölmiðla skiptir gríðarlegu máli og bráðnauðsynleg til að halda fólki við efni"

Fljótlega varð ljóst að síðan gat ekki verið upp á aðra svona komna og þá var það eina í stöðunni að setja sig inn í þetta sjálfur og byrja frá grunni. Tók það smá tíma fyrir mig að koma mér í gang og virkileg að nenna að setja mig inn í veftólin fyrir utan að öll eldri saga eða greinar ásamt myndum var glötuð af gömlu heimasíðunni. En þetta hafðist og vona ég að þið virðið viljann fyrir verkið. Síðan á eftir að taka nokkrum breytinum á næstu dögum þar sem verið er að setja inn á hana efni eins t.d. myndir frá keppnum. Tekur það tíma en hugmyndin er að setja inn myndir allt til ársins 2005, en það er það ár sem ég hóf myndatöku í sportinu.


Af hverju að vera að standa í þessu bulli?

Ja, stórt er spurt en fjölskyldunni hefur fundist að stórt gap hafi myndast við það að eldri síða fór niður þar sem nánast öll umfjöllun, fyrir utan einhverjar myndbirtingar á samfélagsmiðlum datt alfarið niður. Aðrar vefsíður hafa dottið út eða einfaldlega ekki verið viðhaldið að neinu viti. Ekki hefur Covid hjálpað til. Það er hlutverk fjölmiðla að halda mönnum við efnið og gagnrýna það sem betur má fara og einnig hrósa því sem vel er gert. Uppbygging sportsins verður ekki unnin á samfélagsmiðlum þó þeir skipti gríðarlegu máli. Einhvers staðar verða skoðanir eða upplýsingar um sportið að koma fram og því réðumst við í þetta að enduruppsetja síðuna frá grunni. Þó svo að greinar komi til með að vanta, að þá eigum við ennþá flest allar myndir sem teknar hafa verið í gegnum tíðina.


Með skrifum að ofan, að þá ætla ég rétt að vona að fólk telji að við lítum á okkur sem "guð almáttugan" og við gerum líka okkar mistök sem við vonandi komum til með að læra af. En það er samt von okkar að með endurvakningu á síðunni sjálfri að þá náum við að hefja sportið upp á hærri stall ásamt að upplýsa þá sem ekki eru jafn djúpt sokknir og við um hvað er í gangi hverju sinni.


"Það er skortur á málsvara fyrir sportið og greinarskrif um hvað er í raun í gangi í sportinu. Aðhald fjölmiðla skiptir gríðarlegu máli og bráðnauðsynleg til að halda fólki við efni ein einnig til að upplýsa"ein einnig til að upplýsa"ein einnig til að upplýs"ein einnig til að upplý"ein einnig til að uppl"ein einnig til að upp"ein einnig til að up"ein einnig til að u"ein einnig til að "ein einnig til að"ein einnig til a"ein einnig til "ein einnig til"ein einnig ti"ein einnig t"ein einnig "ein einnig"ein einni"ein einn"ein ein"ein ei"ein e"ein "ein"ei"e"

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page