Sumarið er komið og "dirrendí" og allt það, en... Enn eitt árið kemur MotoMos að svæði sínu eftir vetrardvöl þar sem unnin hafa verið skemmdir á eignum og tækjum. Þetta er bagalegt fyrir félag sem rekið er af sjálfboðaliðum með takmarkað fjármagn og kemur í veg fyrir að hægt sé að viðhalda eða koma brautinni í það stand að hægt sé að opna svæðið.
Motomos er ekki eina félagið sem glímir við þennan vanda og virðist einhverjir misgreindir og vanþroska einstaklingar með lítið sjálfsálit telja sig vera að upphefja sjálfan sig með að vinna þessi eignaspjöll hjá félögum. Það er mjög sérstakt að félag sem styður jaðarsport með jafn miklum ágætum og MotoMos eða önnur sambærileg, skuli lenda í þessum spjöllum. En líklegast skiptir þetta þessa vanvita engu máli og munu þeir að öllum líkindum halda áfram sinni iðju þar til þeira verða gripnir glóðvolgir.
“Á hverju ári eru unnin eignarspjöll hjá félögum sem reka og viðhalda motocrossbrautum á Íslandi. Ef ekki væri fyrir velvilja sumra einstaklinga og fyrirtækja, að þá geta þessi tjón riðið þessum félögum að fullu fjárhagslega sem eru rekin af sjálfboðaliðum með mjög takmarkað fjármagn”
Hvað er til ráða?
Ef ég hefði lausnina á því, að þá væri ég fyrir löngu búin að koma með hana en MotoMos hefur nýlega gripið til þess ráðs að setja upp öflugt myndavélakerfi til að reyna að ná viðkomandi eða fæla frá eignaspjöllum. Hugsanlega þarf félagið að semja við öryggisfyrirtæki um frekari vöktun á svæðinu. Þetta kostar pening sem félagið vildi frekar nota í uppbyggingu og viðhaldi á því starfi sem það heldur úti. Peninga sem ekki er nóg af.
Félögin þurfa hjálp, hjálp iðkenda og annarra velunnara til að koma í veg fyrir þessi viðloðandi eignaspjöll sem kosta drjúgan skilding og hamlar starfsemi þessara félaga fyrir utan hvað það er lýjandi fyrir sjálfboðaliða að koma að þessum tækjum eftir slíka útreið sem þau fá oft. Félagið er ekkert án félagsmanna og iðkenda og því þurfum við að standa saman til að reyna að koma í veg fyrir þessar skemmdir eftur bestu getu og stunda þetta sport í sátt við samfélagið.
Fjölgun iðkenda og góð uppskera brautryðjendastarfs
Sem betur fer hefur maður orðið var við fjölgun iðkenda síðustu ár og áhuginn á sportinu er að aukast. Mikið brautryðjandi starf hefur verið unnið í mörgum af þessum félögum sem hafa lagt mikinn hönd á plóg til að gera sportið út sem myndarlegasta úr garði öðrum til góðs. Barnastarf VÍK er til mikillar fyrirmyndar ásamt æfingar fyrir yngri iðkendur í öðrum félögum. Þarna læra ungir og nýir iðkendur oft sín fyrstu skref og fyrir vikið verða fyrirmynda ökumenn.
Sportið í dag er mikið fjölskyldusport þar sem fólk er boðið velkomið og allir hjálpast að. Meira að segja harðvíraðir andstæðingar í keppni, hjálpa hvor öðrum að koma hjólum í stand ef á þarf að halda. Slík samvinna er vandfundinn og eru í henni falin mikil verðmæti fyrir sportið. Sérstaklega hafa þeir sem finna sig ekki í þessum hefðbundnu boltagreinum, fundið sig oftar en ekki frábærlega í þessu sporti sem ævinlega hefur tekið þeim opnum örmum og boðið þeim frelsi með slatta af endorfíni með "dash" af adrenalíni. Fólk með ADHD á háu stigi og ofvirkt fyrir allan peninginn finnur sig oft best í þessu sporti og sem virðist veita þeim hugarró og útrás.
Það skiptir því miklu máli að félög eins og MotoMos, VÍK, VÍFA, KKA eða hvaða nöfnum sem þau heita lifi og geti haldið úti starfsemi iðkendum til handa. Því án þess, mun þetta lognast út af eða með aukinni tíðni árekstra iðkenda við aðra þjóðfélagshópa vegna aðstöðuleysis sem mun eingöngu leiða til frekari hamlana með boðum og bönnum.
Að lokum
Það verður að stoppa þessa skemmdarverkaiðju sem stunduð er af fáum einstaklingum. Þetta er lýjandi fyrir sjálfboðaliða að þurfa að byrja vorverkin á að takast á við þessi eignaspjöll fyrir utan að öll félög telja takmörkuðum fjármunum sínum betur varið í frekari uppbyggingu sportinu til handa en að laga til eftir fávita sem í einhverjum tilfellum hefðu betur farið í lakið...
Lifið heil!
Comentários