top of page
 • Writer's pictureSverrir Jonsson

Fyrsta umferðin til Íslandsmeistara í motocrossi - Ólafsvík 2022

Updated: Jun 13, 2022

Íslandsmeistaramótið í motocrossi hófst með formlegum hætti núna um helgina og var bráðskemmtilegt mót haldið á vegum Motocrossklúbbs Snæfellsbæjar (MXS) á milli Rif og Ólafsvíkur á Snæfellsnesi laugardaginn 11 júní. Rúmlega 70 keppendur voru skráðir til leiks en brautin sem kennd er við Ólafsvík þykir ein sú erfiðasta í mótaröðinni þar sem hún breytist eftir hvern hring þar sem um sandbraut er að ræða.


Það er alveg magnað að sjá hvað samhentur hópur nokkra einstaklinga leidda af mönnum eins og þeim Janus, Konna og Albert sem hafa óbilandi trú að að koma brautinni aftur á kortið sem hluti af motocross mótaröðinni til Íslandsmeistara geta komið í verk. Þessir strákar hafa heldur betur fórnað sér fyrir málstaðin og tók meðal annars Janus hluta af sínu sumarfríi til að standa að keppninni og halda henni í standi vikum fyrir mótið. Það má einnig ekki gleyma þætti Péturs Smárasonar sem kemur keyrandi með ráshlið sem hann smíðaði sjálfur og setur upp fyrir hvert mót í brautir þar sem vantar keppnishlið. Það eru svo sem fleiri á vegum MSÍ sem gera sitt til að hjálpa til eins og til dæmis Björk, aka "brjálaða" Bína, Gummi frá Selfossi og fleira gott fólk sem sinnir þessu af ástríðu einu saman. Án fórnfýsi þessa fólks væri þetta keppnisstand varla fugl né fiskur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.


Um morgunin var norðan kaldi sem var að stríða keppendum og fóru því færri keppnistjöld upp en venjulega en þegar leið á daginn batnaði veðrið hratt og undir lokin var komin brakandi blíða. Þannig að það má með sanni segja að það hafi ræst vel úr deginum hvað veðrið varðar. Tímatakan hófst um níuleytið og fyrsta moto-ið í kvennaflokki hófst upp úr ellefu. Keppni lauk svo formlega um fjögurleytið og voru keppendur þá búnir að keyra tímatöku plús þrjú moto yfir daginn og ekki laust við að þreyta væri farin að segja til sín hjá keppendum enda brautin orðin mjög slitin eftir daginn.


“Einar "púki" Sigurðsson var hlutskarpastur í MX1, Eyþór Reynisson í MX2 og Aníta Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki. Eyþór Reynisson var þó í algjörum sérflokki þennan dag ásamt Eiði Orra Pálmarsyni.

Það eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað í 85cc flokki sem sést berlega á því að engin náði að veita honum Gesti Natan Gestsyni neina keppni og var hann nokkuð vel á undan öðrum yngri keppendum í þessum flokki. Búið var að breyta fyrirkomulagi frá fyrra ári og var nú boðið upp á að fyrir byrjendur og þá sem flokkast sem óvanir að taka þátt í "hobbý" flokk í bæði MX1 og MX2. Greinilegt að það er þörf á þessum flokki í mótaröðina. Þessi flokkur þó ásamt MX1 og MX2 keyrðu þó allir saman.


Sigurvegarar


Hér má sjá sigurvegara dagsins eftir hverjum flokk fyrir sig en nánari upplýsingar um hvert moto eða tímatöku má finna með að smella á þennan hlekk. Þar má einnig finna upplýsingar úr "hobbý" flokk en hér fyrir neðan birti ég eingöngu flokka sem gilda til Íslandsmeistara.


MX1 flokkur:

 1. Einar Sverrir Sigurðsson

 2. Oddur Jarl

 3. Arnar Elí Benjamínsson

MX2 flokkur:

 1. Eyþór Reynisson

 2. Eiður Orri Pálmarsson

 3. Máni Freyr Pétursson

Unglingaflokkur (aldur 14-18 ára):

 1. Ingvar Sverrir Einarsson

 2. Eric Máni Guðmundsson

 3. Tristan Einarsson

85 cc flokkur (aldur 10-14 ára):

 1. Gestur Natan Gestsson

 2. Kári Siguringason

 3. Andri Berg Jóhannsson

Kvennaflokkur (opin flokkur):

 1. Aníta Hauksdóttir

 2. Sóley Sara Michael David

 3. Guðfinna Pétursdóttir

Kvennaflokkur 30 plús (eldri en 30 ára):

 1. Björk Erlingsdóttir

 2. Theodóra Björk Heimisdóttir

 3. Ragnheiður Brynjólfsdóttir (lauk ekki keppni)

40 plús (opin flokkur eldri en 40 ára):

 1. Haukur Þorsteinsson

 2. Heiðar Örn Sverrisson

 3. Reynir JónssonEins og sjá má á þessari keppni að þá var full rálína í unglingaflokki sem er mjög skemmtilegur á að horfa. Vonandi halda þeir allir áfram keppni og fara upp í MX2 og síðan MX1 í framtíðinni. Þá hafa klúbbarnir svo sannarlega gert gott mót ef þannig má að orði komast.


Önnur umferð fer fram á Akranesi 25 júní

Næsta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fer fram á svæði VÍFA á Akranesi laugardaginn 25 júní og er nú þegar hægt að skrá sig til leiks á heimasíðu MSÍ Sport, www.msisport.is. Hlökkum við til að sjá ykkur þar og vonandi fjölgar í hópnum í þáttakendum en keppnishald í þessari mótaröð hefur verið til mikillar fyrirmyndar síðustu ár.


Til allra sjálfboðaliða sem komu að keppnistandinu um helgina og að sjálfsögðu ykkur, keppendum þar sem án ykkar væri engin keppni, að þá vill ég segja "Takk fyrir okkur" og takk fyrir þá vinnu sem þið leggið á ykkur svo við og aðrir getum leikið okkur.


Hægt er að sjá myndir frá keppninni með að smella á þennan hlekk. Vonandi gest mér tími til að setja saman smá myndband frá keppninni á næstunni og birta í komandi viku.

540 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page