top of page
 • Writer's pictureSverrir Jonsson

Fjórða umferðin til Íslandsmeistara í motocrossi - Selfoss 2022

Fjórða umferðin til Íslandsmeistara í motocrossi fór fram laugardaginn 23 júlí og var bráðskemmtilegt mót haldið á vegum Motocrossdeildar UMFS á Selfossi. Um 75 keppendur voru skráðir til leiks en brautin er moldarbraut sem því miður er á útleið vegna breytinga á lagnar þjóðsvegs númer 1 sem mun fara yfir brautarstæðið. Því miður var eitthvað um pústra og þurftu nokkrir frá að hverfa eftir að hafa lútið í mold. Sem betur fer, að þá reyndust meiðsli þeirra ekki alvarleg.


Ólíkt því sem er fyrir norðan þar sem þriðja umferð fór fram, að þá er það happa og glappa hvort það rigni eldi og brennistein rétt áður eða á meðan keppnin fer fram á Selfossi ár hvert. Við höfum átt nokkrar góðar drullukeppnir á Selfossi í gegnum tíðina en aldrei þessu vant var veðurguðinn í góðu skapi og rjómablíða var á Selfossi þennan dag. Brautin var í fínu standi fyrir utan að mýrin var enn nokkuð blaut frá rigningu tveim dögum fyrir keppni og einnig var blautur kafli efsti í brautinni en ekkert sem skyggði á gleðina við að keppni væri í gangi en brautin slitnaði hratt er leið á daginn. Tímatakan hófst um níuleytið og fyrsta moto-ið í kvennaflokki hófst upp úr ellefu. Keppni lauk svo formlega um fimmleytið og voru keppendur þá búnir að keyra tímatöku plús þrjú moto yfir daginn og ekki laust við að þreyta væri farin að segja til sín hjá keppendum enda brautin orðin nokkuð slitin eftir daginn.


“Gamla brýnið Einar Sverrir Sigurðsson var hlutskarpastur í MX1, Eyþór Reynisson í MX2 og Aníta Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki.

Það rættist ótrúlega vel úr deginum og ég er ekki frá því að sérstaklega yngstu ökumennirnir hafi fengið smá sjálfstraust eftir að hafa tekist á við mýrina og blauta kaflann efst í brautinni. Sjálfstraust sem á eftir að nýtast þeim vel síðar á lífsleiðinni. Eyþór Reynisson var að venju yfirburðamaður í MX2 en þar sem hann sleppti annarri umferð, að þá er hann úr sögunni til Íslandsmeistara og er mikil barátta á milli Eiðs Orra Pálmarsonar, Mána Freys Péturssonar og Alexander Adam Kuc um titilinn. Sem stendur að þá leiðir Eiður Orri Pálmarson titilbaráttuna í MX2. Mikil barátta var í kvennaflokknum á milli Sóley Söru M David og Anítu Hauksdóttir. Það fór þó svo að lokum að Aníta Hauksdóttir hafði betur og virðist fátt geta komið í veg fyrir að hún landi Íslandsmeistaratitlinum í lok tímabils.


Sigurvegarar


Hér má sjá sigurvegara dagsins eftir hverjum flokk fyrir sig en nánari upplýsingar um hvert moto eða tímatöku má finna með að smella á þennan hlekk. Þar má einnig finna upplýsingar úr "hobbý" flokk en hér fyrir neðan birti ég eingöngu flokka sem gilda til Íslandsmeistara.


MX1 flokkur:

 1. Einar Sigurðsson

 2. Gunnlaugur Karlsson

 3. Oddur Jarl Haraldsson

MX2 flokkur:

 1. Eyþór Reynisson

 2. Eiður Orri Pálmarsson

 3. Máni Freyr Pétursson

Unglingaflokkur (aldur 14-18 ára):

 1. Eric Máni Guðmundsson

 2. Ingvar Sverrir Einarsson

 3. Eiður Orri Pálsson

85 cc flokkur (aldur 10-14 ára):

 1. Óskar Már Ágústsson

 2. Kári Siguringason

 3. Leandro Oskar Narvaez Sigurdsson

Kvennaflokkur (opin flokkur):

 1. Aníta Hauksdóttir

 2. Sóley Sara M David

 3. Ásta Petrea Sívertsen Hannesdóttir

Kvennaflokkur 30 plús (eldri en 30 ára):

 1. Björk Erlingsdóttir

 2. Theodóra Björk Heimisdóttir

 3. Ragnheiður Brynjólfsdóttir

40 plús (opin flokkur eldri en 40 ára):

 1. Ragnar Ingi StefánssonHægt er að skoða frekari úrslit með að smella hér.Hér á myndinni má sjá hluta af keppendum á ráslínu í MX unglinga og MX2 Hobbý.


Fimmta og síðasta umferðin fer fram á Bolaöldu 27 ágúst

Næsta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fer fram á svæði Vélíþróttaklúbbsins VÍK í Bolaöldu laugardaginn 27 ágúst og er nú þegar hægt að skrá sig til leiks á heimasíðu MSÍ Sport, www.msisport.is. Hlökkum við til að sjá ykkur þar og vonandi heldur þátttakendum áfram að fjölga og hefur innkoman í ár í fjölda keppenda sem koma að norðan sett skemmtilegan brag á keppninni fyrir utan að það er alltaf skemmtilegra að vera með fleiri þátttakendur. Vonandi verður sú keppni slysalaus.


Til allra sjálfboðaliða sem komu að keppnistandinu um helgina og að sjálfsögðu ykkur, keppendum þar sem án ykkar væri engin keppni, að þá vill ég segja "Takk fyrir okkur" og takk fyrir þá vinnu sem þið leggið á ykkur svo við og aðrir getum leikið okkur. Einnig vill ég þakka sérstaklega Bjössa og Jóhanni í Arctic Trucks, hafa oftar en ekki hlaupið í skarðið og boðnir og búnir að hjálpa. Pétur Ingi Pétursson fær einnig prik en hann hljóp til og sá aðeins um frúnna á meðan ég var eitthvað að flækjast. Það má nú ekki gleyma Mikka sem er eins og útspýtt hundsrassgat að þóknast sínu fólki, vinna á keppnum og þurfa svo líka annars slagið að sinna bjáluðu Bínu :)


Hægt er að sjá myndir frá keppninni með að smella á þennan hlekk. Vonandi gest mér tími til að setja saman smá myndband frá keppninni á næstunni og birta í komandi viku.

Comments


bottom of page