top of page
  • Writer's pictureSverrir Jonsson

Eyþór Reynisson hættir keppni

Updated: Dec 9, 2021

Okkar fremsti ökumaður til fjölda ára hefur ákveðið að leggja fast keppnishald á hilluna. En Eyþór Reynisson hefur eiginlega verið atvinnumaður í sportinu síðustu ár og keppt bæðir hérlendis sem og erlendis.


Já, það þykir alltaf tíðindum sæta þegar einn okkar fremsti ökumaður í sportinu ákveður að þetta sé orðið gott og stefni á að einbeita sér að öðru í sínu lífi. Eyþór Reynisson hefur skilað sínu í sportinu og er margfaldur Íslandsmeistara í motocrossi og einnig enduro. Hefur hann verið ósigrandi hér heima hin síðari ár.“Eyþór Reynisson hefur unnið fjölda Íslandsmeistaratitla og margoft verið útnefndur akstursíþróttamaður ársins af hálfu MSÍ”

Ég byrjaði að fylgjast með Eyþóri 2005 og hef séð þenna unga ljóshærða pjakk vaxa úr grasi í að vera mjög efnilegur í að verða einn sá allra besti sem við Íslendingar höfum af okkur alið. Þessi leið hefur stundum við þyrnum stráð hjá honum Eyþóri og hefur hann átt við meiðsli að stríða í gegnum tíðina sem hefðu sett marga úr leik.


Hvað tekur við?


Eyþór Reynisson er þó ekki að baki dottinn og hefur ekki alveg sagt skilið við motocross. Eyþór er að vinna ákveðið frumkvöðlastarf þar sem hann er einn af þeim fyrstu sem áttar sig á möguleikum alnetsins og stofnaði fyrir um ári síðan einu fyrstu motocross akademíuna, DOA eða "Dirtbike Online Akademic", sem einbeitir sér fyrst og fremst á að bjóða upp á námskeið í gegnum netið. Hefur hann fengið til liðs við sig ekki lakari menn en Tommy Searl og Shaun Simpson en báðir þessir ökumenn voru í KTM Red Bull liðinu einhvern tíma á sínum ferli. Ef þú þekkir ekki KTM Red Bull liðið að þá hlýtur þú að vera nýgræðingur í sportinu en KTM Red Bull hefur dóminerað þetta sport í Evrópu nánast óslitið síðustu 10-15 árin.


Eyþór er ekki bara að fókusa á fjarþjálfun í gegnum netið því hann hefur einnig sinnt námskeiðshaldi hér heima við góðan orðstír. Þannig að ég tel það afar ólíklegt að þú eigir ekki eftir að rekast einhvern tímann á pilt út í braut næsta sumar.


Að lokum vill ég óska Eyþóri alls hins besta í því sem hann kann að taka sér fyrir hendur og segi einfaldlega "takk fyrir skemmtunina". Það hefur verið gaman að fylgjst með þér.

126 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page