• Sverrir Jonsson

Ertu að missa af gleðinni? Enn hægt að skrá sig!

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til leiks á þriðju umferð til Íslandsmeistara í motocrossi sem er haldin á bráðskemmtilegu svæði KKA á Akureyri og hreint út sagt geggjaðri braut. Skráningarfrestur er til miðnættis á heimasíðu MSÍ, www.msisport.is.


Koma svo! Ekki sitja eftir með sárt ennið þegar spennan og adrenalínið blandast saman við bensínlyktina og þú átt þér ósk heitara en að vera með á ráslínu...


Við verðum í það minnsta ýkt hress á Akureyri!


Viljum svo þakka Púkanum og Stillingu fyrir stuðninginn ásamt stuðningi frá félögum í MSÍ í gegnum tíðina. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

84 views0 comments