Bikarmót var haldið í "hard enduro" sem þeir fyrir norðan kalla "Enduro fyrir flesta" og fór fram laugardaginn 15 júlí og var bráðskemmtilegt áhorfs en keppnin var á vegum KKA. Nokkur dumbungur var í lofti og voru aðstæður til keppni þolanlegar þar sem brautin var blaut eftir rigningu og því sleip fyrir keppendur.
Tæplega 30 keppendur voru skráðir til leiks og höfðu gaman af. Flestir voru þó hæst ánægður að keppni var lokið. Því miður var kvennaflokkurinn fátækur í þetta skipti og kann það að vera að dagsetning keppninnar var breytt fyrir stuttu og vantaði kannski að auglýsa hana betur. Elva Hjálmarsdóttir mætti þó og gaf piltunum lítið eftir.
Keyrt var í þremur flokkum að þessu sinni. A flokkur sem keyrði í 120 mínútur (2 klst.), B flokkur sem keyrði í 60 mínútur (1 klst.) og svo kvennaflokkur sem keyrði jafn lengi og B flokkurinn.
“Hjálmar Jónsson sigraði í A flokki, Gísli Arnar Guðmundsson í B flokki og Elva Hjálmarsdóttir sigraði í kvennaflokki.
Þessi keppni var mikið fyrir auguað og þeir sem hafa gaman af svona keppnishaldi og mættu til þess að fylgjast með fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð því keppnin var bráðskemmtileg áhorfs og keppendur mishressir í brautinni enda orðnir ansi þreyttir margir hverjir eftir erfiðar þrautir og bleytu sem hjálpaði ekki til.
Sigurvegarar
Hér má sjá sigurvegara dagsins eftir hverjum flokk fyrir sig en nánari upplýsingar um alla röð keppenda má finna með að smella á þennan hlekk.
A - flokkur:
Hjálmar Jónsson
Ágúst Már Viggósson
Ármann Örn Sigursteinsson
B - flokkur:
Gísli Arnar Guðmundsson
Óli Stefánsson
Broddi Svavarsson
Kvennaflokkur:
Elva Hjálmarsdóttir
Hægt er að skoða frekari úrslit með að smella hér. Nánar upplýsingar má finna á síðu Mótorhjóla & vélsléðasambands Íslands, www.msisport.is.
Hér á myndinni má sjá Tristan Einarsson sem fannst þessi keppni sturluð og skemmti sér konunglega.
Við náðum því miður ekki ræsingunni á mynd en hér má sjá myndirnar frá keppninni sem ég tók í miklu flýti á símann minn ásamt myndbönd fyrir sjónvarpið (RÚV) svo hægt sé að birta efni um keppnina í íþróttafréttum. Slík umfjöllun skiptir miklu máli fyrir sportið okkar.
Hér má sjá tvö myndbönd frá kepppninni en ég stefni á að reyna að klippa eitthvað af þessu saman ef mér gefst tími.
Bolaöldur 13 ágúst
Næsta keppni fer fram á svæði Vélíþróttaklúbbsins VÍK í Bolaöldu, gegnt Litlu kaffistofunni og ættu nú flestir orðið að vita hvar þetta er. Keppnin ber heitið "Víkingurinn" og er hard enduro keppni eins og sú sem haldin var í dag á vegum KKA. Hlökkum til að sjá sem flesta á Víkingi í Bolaöldum.
Til allra sjálfboðaliða sem komu að keppnistandinu um helgina og að sjálfsögðu ykkur, keppendum þar sem án ykkar væri engin keppni, að þá vill ég segja "Takk fyrir okkur" og takk fyrir þá vinnu sem þið leggið á ykkur svo við og aðrir getum leikið okkur.
Hægt er að sjá myndir frá keppninni með að smella á þennan hlekk. Vonandi gest mér tími til að setja saman smá myndband frá keppninni á næstunni og birta í komandi viku.
Comments