top of page
 • Writer's pictureSverrir Jonsson

Önnur umferðin til Íslandsmeistara í motocrossi - Akranes 2022

Önnur umferðin til Íslandsmeistara í motocrossi fór fram um helgina og var bráðskemmtilegt mót haldið á vegum VÍFA upp á Akranesi laugardaginn 25 júní. Rúmlega 80 keppendur voru skráðir til leiks en brautin er moldarbraut sem oft hefur verið líkt við braut KKA manna á Akureyri. En líklegast þó verður þessarar keppni minnst fyrir fjölda slysa sem áttu sér stað í gær og hefur höfundur sjaldan upplifað jafn mörg slys í einni keppni eins og þeirri sem fór fram í gær.


Það hefur oft ríkt smá eftirvænting um keppnina sem haldin er upp á skaga ár hvert og í þetta skipti var engin undantekning. Morguninn mætti keppendum með frekar haustlegu yfirbragði og blés "kári" kuldlega á þátttakendur. Brautin var í ágætis standi en slitnaði mjög hratt er leið á daginn. Tímatakan hófst um níuleytið og fyrsta moto-ið í kvennaflokki hófst upp úr ellefu. Keppni lauk svo formlega um fjögurleytið og voru keppendur þá búnir að keyra tímatöku plús þrjú moto yfir daginn og ekki laust við að þreyta væri farin að segja til sín hjá keppendum enda brautin orðin mjög slitin eftir daginn.


“Einar "púki" Sigurðsson var hlutskarpastur í MX1, Eiður Orri Pálmason í MX2 og Aníta Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki. Mesta spennan var þó að fylgjast með baráttunni í MX2.

Það er þó ekki hægt annað en eftir fjölda þeirra slysa sem áttu sér stað í gær, að fara aðeins yfir öryggismálin enda þurfti að stöðva keppni í tvígang, rauð flagga, í 85cc flokki vegna slysa á ökumanni. Þrátt fyrir að VIFA hafði staðið sig ágætlega að þá verður að minnast á þátt flaggara á sjálfri keppninni. Það er ekki laust við að sumir sem mættu höfðu meiri áhuga á símunum sínum en það starf sem þau tóku að sér og þurftu áhorfendur oftar en einu sinni að garga á flaggarana svo þeir gerðu skyldu sína og flögguðu gulu flaggi til að koma í veg fyrir frekari slys. Sumir finnst það kannski léttvægt að vera flaggari en fyrir keppendur er þetta eitt mikilvægasta starf á meðan keppni stendur því flaggari getur skipt sköpum að koma í veg fyrir stórslys ef svo ber undir og ef hann er vel vakandi.


Þetta á ekki síður einnig við sjálfa keppendur sem verða að virða gulfu flöggin þegar þeim er veifað og virðist þetta alltaf vefjast fyrir nokkrum í hvert einasta sinn sem slíkt er gert. Þegar gulu flaggi er veifað þýðir það að hætta sé á ferðum og ber þá keppendur að hægja á sér og hvorki stökkva palla, né taka fram úr. Þetta skiptir mjög miklu máli að keppendur virði þetta því annars geta þeir hugsanlega valdið ennþá meiri slysi á sér og öðrum ef þeir t.d. myndu stökkva á keppenda sem liggur slasaður í braut.


MSÍ er farið að beit sér hart í þessum málum og er keppandi sem virðir ekki gult flagg umsvifalaust refsað og tapar hann dýrmætum stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.


Sigurvegarar


Hér má sjá sigurvegara dagsins eftir hverjum flokk fyrir sig en nánari upplýsingar um hvert moto eða tímatöku má finna með að smella á þennan hlekk. Þar má einnig finna upplýsingar úr "hobbý" flokk en hér fyrir neðan birti ég eingöngu flokka sem gilda til Íslandsmeistara.


MX1 flokkur:

 1. Einar Sverrir Sigurðsson

 2. Gunnlaugur Karlsson

 3. Oddur Jarl Haraldsson

MX2 flokkur:

 1. Eiður Orri Pálmarsson

 2. Máni Freyr Pétursson

 3. Alexander Adam Kuc

Unglingaflokkur (aldur 14-18 ára):

 1. Eric Máni Guðmundsson

 2. Ingvar Sverrir Einarsson

 3. Óliver Helgi Sveinbjörnsson

85 cc flokkur (aldur 10-14 ára):

 1. Gestur Natan Gestsson

 2. Kári Siguringason

 3. Óskar Már Ágústsson

Kvennaflokkur (opin flokkur):

 1. Aníta Hauksdóttir

 2. Sóley Sara Michael David

 3. Guðfinna Pétursdóttir

Kvennaflokkur 30 plús (eldri en 30 ára):

 1. Björk Erlingsdóttir

 2. Ragnheiður Brynjólfsdóttir


40 plús (opin flokkur eldri en 40 ára):

 1. Haukur ÞorsteinssonHægt er að skoða frekari úrslit með að smella hér.Þessi mynd talar eiginlega sínu máli en Eiður Orri Pálmason var undantekningarlaust með bestu ræsinguna í öllum moto-um dagsins í MX2/MX1 og MX1 Hobbý sem gerði honum lífið aðeins auðveldara enda þurfti hann ekki að vinna sig upp þar sem fyrstu 80 metrarnir eftir ræsingu er eini staðurinn í allri keppninni þar sem þú getur tekið framúr öllum keppinautum þínum á einu bretti eins og sést vel á myndinni.


Þriðja umferð fer fram á Akureyri 9 júlí

Næsta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fer fram á svæði KKA á Akureyri laugardaginn 9 júlí og er nú þegar hægt að skrá sig til leiks á heimasíðu MSÍ Sport, www.msisport.is. Hlökkum við til að sjá ykkur þar og vonandi heldur þátttakendum áfram að fjölga og hefur innkoman í ár í fjölda keppenda sem koma að norðan sett skemmtilegan brag á keppninni fyrir utan að það er alltaf skemmtilegra að vera með fleiri þátttakendur. Vonandi verður sú keppni slysalaus.


Til allra sjálfboðaliða sem komu að keppnistandinu um helgina og að sjálfsögðu ykkur, keppendum þar sem án ykkar væri engin keppni, að þá vill ég segja "Takk fyrir okkur" og takk fyrir þá vinnu sem þið leggið á ykkur svo við og aðrir getum leikið okkur.


Hægt er að sjá myndir frá keppninni með að smella á þennan hlekk. Vonandi gest mér tími til að setja saman smá myndband frá keppninni á næstunni og birta í komandi viku.

489 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page