top of page
  • Writer's pictureSverrir Jonsson

Önnur umferð Liqui-Moly "Enduro fyrir alla" lokið

Önnur umferð í Liqui-Moly "Enduro fyrir alla" mótaröðinni sem gildir til Íslandsmeistara fór fram í blíðskaparveðri í gær, laugardaginn 28 maí. Keppnisformið er ekki ólíkt GNCC mótaröðinni í Ameríkuhrepp og er keyrt stanslaust í 90 mínútur. Tæplega 80 keppendur voru mættir til leiks og má skrifa vöntun nokkra fasta keppenda á útskrift úr námi.


Að venju var ræsing með hefðbundnum hætti og keppendur voru látnir halda í kaðal og hlaupa að hjóla sem voru síðan ræst með látum. Alltaf jafn gaman að verða vitni af þessum hamagang og fyrir okkur adrenalínfýklana, heyra hávaðann og lætin þegar allt er komið á fullt.


Veður var með besta móti, glampandi sól og nánast blankalogn. Aðstæður á keppnisstað voru því mjög góðar og ef eitthvað plagaði keppendur, að þá var það hitinn en það var hátt í 18°C heit og urðu margir ansi þyrstir í keppninni. Landslagið á Jaðri í Hrunamannahreppi er töluvert frábrugðið frá því sem keppendur kynntust í fyrstu keppni og meira krefjandi.


“Daði Erlingsson var hlutskarpastur í karlaflokki og Aníta Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki. En það er alltaf jafngaman að sjá mæðgur á palli, en Theodóra Björk Heimisdóttir, móðir Anítu, varð þriðja.”

Engin"Vintage" hjól í þetta skiptið, enda aðstæður tæknilegri og meira krefjandi en í fyrstu umferðinni. Það væri þó gaman að sjá þessi hjól og þátttakendur í keppnum framtíðarinnar. Skemmtileg tilbreyting og fyrir þá sem eru nýir í sportinu, að þá veitir þetta góða innsýn á þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu áratugi.


Sigurvegarar


Í karlaflokki var það Daði Erlingsson sem varð hlutskarpastur eins og á síðsta ári en Eyþór Reynisson sigurvegari fyrstu umferðar sat hjá í þessari keppni. Máni Pétursson varð annar og Einar Sverrir Sigurðsson varð þriðji. Í kvennaflokki var það Aníta Hauksdóttir sem bar sigur úr býtum. Elva Hjálmarsdóttir varð önnur og Theodóra Björk Heimisdóttir, móðir Anítu varð þriðja. Það sem vakti skemmtilega kátínu var að þessi niðurröðun var sú nákvæmlega sama og þegar þessi keppni var haldin þarna í fyrsta sinn. Ég er ekki með niðurstöður í öðrum flokkum, en veit voru verðlaun eftir mismunandi aldursflokkum.







Hér má sjá myndband frá keppninni sem ég hraðsauð saman en þetta eru tekið úr dróna og svo Insta360 myndavélum sem ég er að reyna að nota til að eiga eitthvað myndbandsefni frá þessum keppnum.


Þriðja umferð fer fram Í Vatnsdal 13 ágúst

Næsta keppni í Liqui Moly "Enduro fyrir alla" mótaröðinni fer fram í Vatnsdal 13 ágúst og því ljós að endurkeppnin til Íslandsmeistara er komin í smá pásu. Hlökkum við til að sjá ykkur þar og vonandi fjölgar í hópnum í þáttakendum en keppnishald í þessari mótaröð hefur verið til mikillar fyrirmyndar síðustu ár.


Keppendur í enduro þurfa þó ekki alveg að örvænta því bikarmót verður haldið 10 júlí á Akureyri og geta því enduro unnendur tekið gleði sína á ný og mætt til að tæta og trylla fyrir norðan.

94 views0 comments

Comments


bottom of page