top of page
Writer's pictureSverrir Jonsson

Ítalía stóð uppi sem sigurvegari á MXoN 2021

Updated: Dec 9, 2021

Mikil dramatík var á lokadegi aðalkeppninnar þegar aðeins eitt stig skyldu að efstu þrjú liðin en Ítalía sigraði á 37 stigum, Holland varð að láta í minna pokann með 38 stig og Bretland kom á óvart með að landa þriðja sætinu með 39 stig


Mikil gleði braust út á Ítalíu þegar ljóst varð að landslið þeirra hafði afrekað það sem engin bjóst við, en það að landa sigri í Motocross of Nations sem er stærsta keppni sinnar tegundar í motocrossi á heimsvísu og öllum ökumönnum dreymir um að sigra á sínum ferli. Ítalía var ekki talin sigurstrangleg á mótinu þar sem helsti ökumaður þeirra, Antonio Cairoli var mjög laskaður vegna meiðsla og þurfti hreinlega að hjálpa honum á hjólið. Ekki bætti úr skák að hann datt í undanrásum í fyrstu beygju þegar hann var keyrður út í barta. En liðin tókst hið ómögulega að leggja firnasterkt lið Hollands sem sigruðu síðast árið 2019 þegar þessi keppni var haldin, en engin keppni var haldin árið 2020 vegna Covid-19.


“Antonio Cairoli gat vart haldið eftir tárum af gleði þar sem þetta var hans síðasta keppni á ferlinum fyrir landslið Ítalíu þrátt fyrir að vera sárkvalinn en hann mun leggja skónna á hilluna í lok þessa árs”

Brautar aðstæður voru frekar daprar, rigning sem gekk á með þrumum og eldingum og var mesta furða að keppninn fór fram við þessar aðstæður. En liðsfélagar Antonio Cairoli, þeir Mattia Guadagnini og Alessandro Lupino létu það ekki á sig fá og sigruðu eins og áður segir með aðeins einu stigi minna en Holland sem hafði á að skipa að flestra mati bestu ökumönnum heims um þessar mundir og sérsatklega þóttu Hollendingar sigursælir þar sem um sandbraut var að ræða. En allt kom fyrir ekki og má segja að úrslit Glenn Goldenhoff í fyrstu keppnina þar sem hann dettur með Antonio Cairoli hafi gert útslagið. Endaði hann í fimmtánda sæti og þar sem veikihlekkurinn í liðinu, Roan Van De Moosdijk náði best átjánda sæti, að þá fór sem fór fyrir Hollendinga sem þurftu að sætta sig við annað sætið.



Bretland kemur á óvart


Bretland kom öllum að óvörum og endaði í þriðja sæti, einu stigi á eftir Hollandi og aðeins tveimur stigum frá að landa fyrsta sæti. Já, líklegast hafa fæstir átt von á því að Bretar myndu skila sér á pall þar sem Frakkland og Belgía voru talin mun sigurstranglegri lið og alltaf talað um þau sem áttu að veita Hollandi keppni þetta árið. En Ben Watson, Shaun Simposn og Conrad Mewse kom örugglega sér og öðrum skemmtilega á óvart með að enda í þriðja sæti en það má segja að úrslit Ben Watson hafi lagt grunninn af þessum úrslitum þar sem hann náði firna góðu starti í báðum moto-inum sem hann tók þátt í og verstu úrslit hans var fjórða sætið í seinna moto-inu sínu.


Skrípaleikurinn með Rússland

Það verður að segjast að það skilur engin venjulegur maður skrípaleikinn sem er í kringum rússneska íþróttamenn. Rússneskir íþróttamenn voru settir í bann fyrir áralanga ólöglegrar lyfjanotkun og skv. úrskurði átti þetta bann að vara í minnst 2 ár. Samt fá rússneskir íþróttamenn að keppa undir fána "án þjóðar" og keppa í öllum keppnum, hvort um sé að ræða heimsmeistaramót, ólympíuleikar eða hvað öðrum nöfnum má nefna og skilja andstæðingar þeirra sem og áhorfendur ekki neitt í neinu. Til hvers í andskotanum er verið að setja Rússa í bann ef þeir mega svo allir sem einn keppa þó það sé ekki undir merkjum sinnar þjóðar? Ef þeir eru svo að keppa á annað borð, því í helvítinu eru þeir ekki látnir keppa þá undir sínum fána? Þetta er svo arfavitlaust að það nær engu tali og einstaklega heimskulegt að tala um eitthvað bann á rússneska keppendur. Fáranlegt! (#motocross #mxon #mxon2021)

13 views0 comments

Comentários


bottom of page