Ungt lið Íslands í motocrossi varð að sætta sig við 29 sæti eftir að þurfa að þola hvort óhappið á eftir öðru. Liðið getur þó borið hofið hátt því aldrei lögðu þeir árar í bát og héldu áfram keppni þrátt fyrir að hafa mátt "lúta í gras" nánast í öllum keppnum.
Það bjóst svo sem engin við því þegar landslið Íslands var skipað að þetta unga lið myndi skila Will Champerlin bikarnum í hús enda má segja að motocross sé á mun styttri veg komið hér á landi en hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig erum við líka að glíma við íslenskt veðurfar og er tímabil hér heima 3-4 mánuðum styttra en ytra að ógleymdu að nánast allar þjóðir, fyrir utan okkur, hafa aðgang að aðstöðu innanhús. Já, það væri gaman ef pólitíkusar væru jafn áhugasamir um motocross eins og þeir erum um golfið.
“Hvert óhappið af öðru leyti til úrslita sem að ég tel okkur hafa ekki átt skilið. Ef allt hefði gengið upp og miðað við getu ökumanna, að þá hefðum við átt í það minnsta að vera fjórum ef ekki fimm sætum ofar”
Landinn þarf þó ekkert að skammast sín fyrir liðið. Við tefldum fram yngsta liðinu í þessari keppni og ljóst að með áframhaldandi æfingum og þátttaka í keppnum ytra, verður liðið betra þegar fram í sækir.
Framtíðin fyrir íslenskt motocross
Það er alveg ljóst að til þess að íslenskir keppendur nái betri árangri á heimsvísu, að þá þarf að koma til frekari þátttaka í keppnum á móti þeim bestu. Byrja þyrfti að senda yngri ökumenn til þátttöku í keppnir á megin landinu og best væri ef þeir hefðu möguleika að taka þátt í jafn stórum viðburðum eins og "The BLue Crue" þar sem bestu ökumönnum í öllum flokkum á hjólum frá framleiðanda Yamaha, fá að keppa á MXoN fyrir framan allan áhorfendaskarann og fá smjörþefinn af því að hvað það er að keppa í svona stórri keppni. Var þessi keppni á vegum Yamaha mjög stór og áberandi og var virkilega gaman að sjá hvað fólk lagði á sig til að vera þarna á meðal þeirra bestu. Það var einnig ljóst að þegar maður fylgdist með þeim að mikið var undir og fengu t.d. sigurvegarar í 125 flokki, samning við lið til að keppa á heimsmeistaramótinu.
Stuðningur MSÍ, klúbba og ÍSÍ er lykilatriði til þess að betri árangur náist. Aðstöðuleysi yfir veturinn er einnig mjög stór mál og þyrfti að leysa það á næstu árum. Þá er ég að tala um að komast inn í hús þar sem ökumenn geta hjólað 2-3 í viku innanhús og haldið sér þannig við. Slíkt kallar á 3-4000 m2 húsnæði með lofthæði að lágmarki 8 metrar. Við sem höfum komið að þessu til fjölda ára höfum farið yfir þessi mál nokkrum sinnum hvað inni aðstöðu varðar og til þess að hægt sé að byggja upp þessa íþróttastarfsemi, að þá þarf til að lágmarki 100 milljónir króna sem er dropi í hafið miðað við hvað aðrar íþróttagreinar, og þá sérstaklega golf, hafa fengið til að byggja upp sína starfsemi á síðustu árum.
Ég ætla þó alls ekki að lasta golfi, skemmtileg íþrótt að spila þó hún sé stundum hundleiðinga að horfa á. En einhvern samanburð þarf maður alltaf að taka og uppbygging golf á Íslandi hefur verið einstaklega athyglisverð í ljósi þess að þetta sport er á mikilli niðurleið á heimsvísu þar sem iðkenndum fækkar mikið og klúbbar fara á hausinn.
Комментарии